MBA valnámskeið | MBA-nám í Háskóla Íslands

MBA valnámskeið

Eins og undanfarin ár býðst brautskráðum MBA félögum að sækja valnámskeið sem haldin eru í janúar-febrúar ár hvert. Að þessu sinni eru tvö námskeið í boði og við hvetjum félaga í MBA félaginu til að kíkja aftur til okkar og bæta við eins og einu góðu námskeiði á einstökum kjarakjörum. Undanfarin ár hefur verðið verið 60.000 kr. en í ár (2017) er námskeiðið á 40.000 kr. Við hvetjum ykkur til þess að nýta ykkur styrki frá stéttarfélögunum ykkar.

MBA félagar verða að kaupa námsgögnin sjálfir, t.d. hægt að nálgast gögnin á Amazon.

Skráningarfrestur er til 20. desember 2017. 

Skráið ykkur með því að senda póst á mba@hi.is

 

1. Hlutverk í stjórnun og leiðtogastarfi

Kröfur til stjórnenda koma úr ólíkum áttum. Í þessu námskeiði er kastljósinu beint að þeim ólíku hlutverkum og lykilatriðum sem nútíma stjórnendur þurfa að takast á við til að mæta ólíkum kröfum.  Grunnstefið er að nemendur efli persónulega hæfni og getu til stjórnunar.  Byggt er á öllu því sem nemendur hafa lært í MBA-náminu og það sett í samhengi við efni námskeiðsins gegnum samræðu milli nemenda innbyrðis og milli nemenda og kennara.

 

Efnisþættir eru:

·       Lærdómsfyrirtækið / Hvernig er hlutverk leiðtoga að breytast

·       Innri hvatar; Áttaviti stjórnandans.  Lagt verður fyrir persónuleikapróf sem mælir innri hvata.

·       Stjórnunarhlutverkið / list, kunnátta og fagmennska.

·       Grundvallarnálganir í stjórnun, nýjar nálganir í stjórnun

·       12 meginlögmál stjórnunar – byggð á rannsóknum Gallup

 

Námsmat:          

Hópaverkefni (tvö): 50%        

Einstaklingsverkefni (tvö): 50%

 

Kennsluefni:            

Managing, eftir Henry Mintzberg (2009), útgefandi Berrett-Koehler Publishers. 

The 12 Elements of Great Managing, eftir Wagner, R. & Harter, J.K. (2006), útgefandi Gallup Press. 

 

Kennarar:          

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Dr. Runólfur Smári Steinþórsson

                                   

Kennsludagar:       

Kennt annan hvorn laugardögum kl. 9-17 dagana:

13. janúar, 27. janúar, 10. febrúar, 24. febrúar, 10. mars

 

 

2. Fjármálaheimurinn

Í því námskeiði er rekstrarleg áhersla í forgrunni, kafað dýpra og farið í sérhæfðari þætti en í grunnnámskeiðinu; Fjármál fyrirtækja.

 

Efnisþættir eru:

·       Greining á fjárhagsupplýsingum og rekstrarárangri fyrirtækja

·       Virðismat fyrirtækja (helstu virðismatsaðferðir kynntar, mat á forsendum og líkanasmíði)

·       Íslenskur hlutabréfamarkaður, frumskráningar og verðmyndun

·       Samrunar og yfirtökur fyrirtækja

·       Fjármagnskostnaður og kjörfjármagnsskipan fyrirtækja

                

Námsmat:          

Hópverkefni: 50% 

Þáttaka í tímum: 10%

Lokapróf: 40%

          

Kennsluefni:            

Valuation: Measuring and managing the value of companies (Koller o.fl.) 

 

Kennari:  

Erlendur Davíðsson

 

Kennsludagar:       

Kennt 13. og 14. janúar (lau og sun) - Verkefni lagt fyrir í lok seinni tíma.

Kennt 10. og 11. febrúar (lau og sun) - Verkefni 1 kynnt og verkefni 2 lagt fyrir í lok síðari tíma.

Kennt 24. febrúar (lau) - Yfirferð yfir verkefni og samantekt.

 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is