Lokaverkefni | MBA-nám í Háskóla Íslands

Lokaverkefni

Á hverju ári vinna nemendur við MBA í Háskóla Íslands um 100 verkefni fyrir ýmsa aðila í íslensku viðskiptalífi þar sem lögð er áhersla á að hagnýta nýjustu þekkingu á viðkomandi fræðasviði. Undanfarin ár hefur æ meiri reynsla skapast af vinnslu raunhæfra verkefna MBA-nemenda og hafa viðbrögð viðskiptalífsins styrkt mjög þennan þátt námsins.

Fjölbreytni einkennir þessi verkefni og hafa þau verið unnin fyrir ólíkar atvinnugreinar. Um er að ræða nýsköpunarverkefni, rannsóknarverkefni, hagkvæmnisathuganir, þróun viðskiptahugmynda eða innleiðingarverkefni. í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir í Íslensku atvinnulífi. 

Fyrirtæki og stofnanir eru hvattar til að hafa samband við MBA-námið ef þau hafa áhuga á að fá nemendur til að vinna að verkefnum tengt sínum rekstri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is