Leiðtogahæfni | MBA-nám í Háskóla Íslands

Leiðtogahæfni

Leiðir stjórnenda til að ná árangri eru bæði persónulegar og tæknilegar og því eru hlutverk þeirra fjölbreytt. Námskeið í þesum hluta námsins snúast um hvernig best sé að leiða ólíka einstaklinga að því marki sem keppt er að og bregðast við áskorunum úr ólíkum áttum. Af mikilvægum atriðum leiðtogastarfsins má nefna, hvatningu, yfirvegun í krefjandi aðstæðum, miðlun upplýsinga og með því að sætta ólíka hagsmuni.

Í hröðu nútímasamfélagi þurfa stjórnendur ætíð að vera búnir undir að takast á við nýjar áskoranir. Frumkvæði þeirra, viðmót og sjálfsöryggi getur skipt þá sköpum. Á undanförnum árum hafa leiðtogafræðin snúist mikið um þá einstaklinga sem veljast til forystu.  Þótt öll námskeiðin í MBA-námi tengist leiðtogahæfni miða fjögur þeirra sérstaklega að því að styrkja persónulega hæfni. Áhersla er lögð á framsækið  kennsluefni og virka þátttöku í umræðum þar sem dæmisögur (cases) og vinnsla verkefna innan sem utan kennslustofunnar skipa stóran sess.

Námskeið sem tilheyra leiðtogahæfni eru:

  • Í eldlínunni
  • Samningafærni og sáttamiðlun
  • Stjórnun og breytingar
  • Miðlun upplýsinga
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is