Kennt á íslensku | MBA-nám í Háskóla Íslands

Kennt á íslensku

Í MBA-náminu fer kennsla almennt fram á íslensku. Af 15 námskeiðum í MBA náminu eru 13 þeirra kennd á íslensku og tvö á ensku. Kennarar í MBA-náminu eru í flestum tilvikum íslenskir en eru allflestir með nám að baki frá erlendum háskólum. Auk þeirra koma bæði innlendir og erlendir gestafyrirlesarar að náminu. Kennslubækur og kennsluefni sem kennt er í náminu er að mestu á ensku.

Ávinningur þess að kenna á íslensku endurspeglast m.a. í því að nemendur geta auðveldlega tjáð sig við samnemendur og kennara í tíma. Í náminu er stuðst við dæmisögur (e. case studies) þar sem nemendur setja sig inn í raunverulega aðstæður í viðskiptum og rökræða við kennara og samnemendur um hvað sé best að gera í tiltekum aðstæðum sem upp koma. Þess vegna skiptir miklu máli að allir geti tekið virkan þátt í kennslustundum. Umræðurnar verða fyrir vikið dýpri og fleiri koma að umræðuborðinu.

Kennsla fer hins vegar fram á ensku í námskeiðum tengdum alþjóðaumhverfinu. Að auki fara nemendur á öðru ári í námsferð til Georgetown University í Washington DC þar sem erlendir kennarar frá skólanum koma að kennslunni.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is