Inntökuskilyrði | MBA-nám í Háskóla Íslands

Inntökuskilyrði

Þriggja ára starfsreynsla er forsenda fyrir inngöngu og almenna reglan er sú að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi, sbr. upplýsingarnar um það fyrir hverja MBA námið er hugsað. 

Við mat á umsækjendum verður þó ekki horft á háskólaprófið og lengd starfsreynslunnar eingöngu. Reynslan af stjórnun þ.m.t. árangur og ábyrgð í starfi vegur mikið sem og reynsla af sérfræðistörfum. Einnig er verið að velja í góðan, fjölbreyttan og dugmikinn hóp þar sem miklvægt er að nemendur geti miðlað af reynslu sinni í kennslustundum og verkefnavinnu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is