Golfmót | MBA-nám í Háskóla Íslands

Golfmót

Golfmót 2013 - Stemning á Gufudalsgolfvelli

Allt er þegar þrennt er. Eftir að hafa frestað golfmóti MBA-félagsins tvisvar var mótið haldið föstudaginn 6. sept. á Gufudalsvelli við Hveragerði.  Á Kambabrún kom í ljós að allt stefndi í gott mót. Blíðskaparveður, hægur andvari á köflum en annars stillt og mótsstaðurinn, falið leyndarmál margra höfuðborgarbúa, sniðin útivistarperla.

Það var ljóst að eitthvað mikið stóð til rétt áður en fyrstu hóparnir voru ræstir út á teig. Græjurnar gljáfægðar og mannskapurinn klár. Leiknar voru 9 holur með punktafyrirkomulagi.  Jú, jú sumir í betri golfæfingu en aðrir, en það skipti ekki öllu máli, nýliðar sem reyndari garpar áttu frábæran dag og nutu undirbúnings hópsins (Örn Orrason, Ingunn Bragadóttir, Guðmundar Baldursson, Arnheiður Guðmundsdóttir) sem á sérstakar þakkir skildar fyrir fagmannleg vinnubrögð, seigluna og ekki síst að sjá til þess að allir komu með „feng“ heim að móti loknu.

Vissulega þurfti að halda í góðar og gegnar venjur þessarar göfugu íþróttar og fara yfir skorkortin og þá kom í ljós að Halldór Grétar Gestsson hafði fengið flesta punkta og stóð uppi sem sigurvegari.  Fólk kvaddist með fyrirheit um að hittast aftur að ári.
 

Skemmtilegt fréttabréf ásamt myndum

 

Golfmót 2010

Golfmót félags viðskiptafræðinga MBA frá HÍ fór fram 10. september 2010 á Kálfatjarnarvelli við Vatnsleysuströnd. Veðrið lék við þátttakendur, sem voru 34 talsins, og spilað var Texas Scramble á 9 holum. Eins og sést á myndunum ríkti mikil stemmning og gleði, enda voru allir leystir út með góðum vinningum að móti loknu.

Hlökkum til að sjá sem flesta á næsta ári!Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is