Fyrir hverja | MBA-nám í Háskóla Íslands

Fyrir hverja

MBA-nemendur í Háskóla Íslands eru stjórnendur og sérfræðingar og hafa að meðaltali 15 ára stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Nemendur hafa fyrsta háskólapróf (BS eða BA) og er meðalaldur þeirra 41 ár. Bakgrunnur MBA-nemenda er ólíkur m.a. úr verkfræði, tölvunarfræði, leiklist, tungumálum, lögfræði, lyfjafræði, kennarastétt, hjúkrun, heimspeki, viðskiptafræði, iðnhönnun og fjölmiðlafræði. Kynjahlutföllin í náminu eru frekar jöfn eða um 51% konur og 49% karlar og aldur MBA-nemenda er á bilinu 29-56 ára.

Þriggja ára starfsreynsla er forsenda fyrir inngöngu. Í umsóknarferlinu er óskað eftir rökstuðningi umsækjenda hvers vegna þeir vilji leggja stund á MBA-nám. Einnig er óskað eftir umsögnum um nemendur frá t.d. frá samstarfsfólki.

 

Nám með vinnu

Nemendur þurfa að gera ráð fyrir um 25-35 klst. vinnuframlagi í námið á viku, hluta þess tíma má samnýta með vinnu - þ.e. vinnustaðatengdri verkefnavinnu. Skipulag námsins miðar að því að nemendur geti unnið fulla vinnu með náminu, en ljóst er að verulegur hluti af frítíma nemenda fer í námið. Rétt er að undirstrika að fyrsta misserið er krefjandi því þá er verið að aðlaga lífsmátann að skólastarfinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is