Námsferð til Washington haustönn 2018 | MBA-nám í Háskóla Íslands

Námsferð til Washington haustönn 2018

Námsferð MBA nema 2017-2019 til Washington er nýlokið og tókst með miklum ágætum.  Dagskrá ferðarinnar samanstóð annars vegar af kennslustundum í Georgetown University, þar sem virtir prófessorar kenndu og hins vegar af heimsóknum til stofnana og fyrirtækja. Segja má að nýafstaðnar kosningar hafi sett mark sitt á allar umræður og viðburði, ekki síst í heimsóknum til Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og til sendiherra Íslands í Washington.  

Heimsókn til Keracis, sem er að hasla sér völl á bandarískum markaði m.a. með samningum við bandaríska herinn, var einkar áhugaverð. Þar hittum við fyrir stjórnendateymi fyrirtækisins sem vinnur af mikilli þekkingu og eldmóði að frekari vexti fyrirtækisins, ekki bara á Bandaríkjamarkaði heldur víðar um heiminn.  Námsferð sem þessi er gríðarlega gott tækifæri til að tengja námsefnið við hinn stóra heim en ekki síður til að styrkja og dýpka hin góðu tengsl sem myndast milli nemenda í náminu. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is