Brautskráning MBA2018 | MBA-nám í Háskóla Íslands

Brautskráning MBA2018

Brautskráning MBA-nemenda fór fram laugardaginn 23. júní 2018 við hátíðlega athöfn. Við sama tilefni voru veittar viðurkenningar til nemenda sem þóttu hafa skarað framúr í náminu.
MBA-námið veitti viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn í MBA-náminu og hana hlaut Eva Hlín Dereksdóttir. Þetta er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem hefur verið gefin í MBA-náminu. Sigríður Guðmundsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir að vera sá nemandi sem hópurinn lærði mest af. Sigríður Hjördís Baldursdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að vera þeir nemendur sem best var að vinna með. MBA-félag útskrifaðra veitti verðlaun til þess nemanda sem þótti skrifa besta lokaverkefnið og hlaut Halldór Eyjólfsson þau verðlaun með verkefninu sínu; Deilihúsnæði: Raunhæfur kostur á íslenskum íbúðamarkaði?
Að lokum hlaut Þórhallur Gunnarsson, sem kennir Miðlun upplýsinga ásamt Andrési Jónssyni í MBA-náminu, viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í kennslumati.
Við þökkum nemendum samfylgdina síðustu tvö ár sem hafa verið viðburðarík og skemmtileg en umfram allt lærdómsrík. Við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is