Róbert Wessman á MBA-fundi í HÍ: Innsýn frumkvöðuls | MBA-nám í Háskóla Íslands

Róbert Wessman á MBA-fundi í HÍ: Innsýn frumkvöðuls

Róbert Wessman steig glaðbeittur á sviðið í Háskólabíói til að halda fyrirlestur sinn á MBA-fundinum og svara í framhaldinu spurningum gesta. Hann er þekktur fyrir að vera glaðlyndur og brosmildur, einbeittur og eiga auðvelt með að sjá stóru myndina

Árangur Róberts við að byggja upp tvö alþjóðleg fyrirtæki, Actavis og síðar Alvogen, er hluti af greiningarverkefnum nemenda í Harvard.

þegar viðskipti eru annars vegar. Það skiptir öllu máli fyrir stjórnendur og leiðtoga í fyrirtækjum.

Ekki var hann mættur í bíóið í þetta skiptið til að horfa á einhverja stórmynd frá Hollywood á hvíta tjaldinu. Þess í stað sýndi hann myndir á hvíta tjaldinu í fróðlegum fyrirlestri, þ.e. glærur af uppbyggingu Alvogen, helstu vörðum í sögunni á bak við árangurinn og sýn sinni á lyfjageirann.

"Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands," sagði Róbert.

Servíettan í hádegisverðinum í New York

Hún var sérlega skemmtileg fyrsta myndin sem hann smellti á hvíta tjaldið í fyrirlestrinum. Það var mynd af

Eftir þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Fyrsti sigurinn af mörgum var í höfn. Servíettan er á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen.

metnaðarfullum hugmyndum Róberts sem hann hripaði niður á servíettu á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það þarna í

hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Fyrsti sigurinn af mörgum var í höfn. Servíettan er á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen.

Í sjálfu sér var það magnað hjá Róberti að geta selt þá hugmynd og sýn að keppa við stærstu samheitalyfjafyrirtæki í heimi með enga starfsmenn og enga veltu. En fjárfestarnir höfðu trú á honum.

Daniel Isenberg, prófessor við Babson College og áður um árabil prófesor við viðskiptadeild Harvard-háskóla, hefur einmitt lýst því að einbeiting og ástríða Róberts í viðskiptum heilli alla. Hann hafi mikla útgeislun, sannfæringarkraft, keppnisskapið skíni af honum og hann keppi ávallt til að sigra.

Alvogen-ævintýri Róberts

Ævintýri Róberts með Alvogen hófst strax eftir hádegisverðinn í New York. Fyrsta skrefið var að leiða kaupin á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich Pharmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starfrækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljónir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verksmiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Alvogen var komið á hlaupabrautina. Markmiðið var að byggja upp sterkt og leiðandi alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki á nokkrum árum og keppa við þá stærstu.

Engum duldist að fyrirmyndin var uppbygging Róberts á Actavis sem var orðið fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi þegar hann lét þar af störfum sem forstjóri árið 2008. Á fyrstu vikum og mánuðum Alvogen bættust síðan við fjölmargir lykilstarfsmenn og nánir samstarfsmenn Róberts frá Actavis um allan heim.

Vöxtur Alvogen er ævintýri líkastur. Veltan meira en 26-faldaðist á fyrstu átta árunum og tekjur fóru yfir einn milljarð Bandaríkjadala á síðasta ári. Starfsmenn eru komnir yfir 2.800 talsins og starfa í 35 löndum.

Markmið Alvogen er skýrt: Að fyrirtækið verði eitt af leiðandi samheitalyfjafyrirtækjum í heimi á sínu sviði.  Róbert segir að Alvogen hafi markaðssett stór lyf í Bandaríkjunum og í Evrópu á undan keppinautum og gert betur en aðrir í þjónustu, afhendingu

Fyrirtækjamenning Alvogen snýst um trúna og viljann til að ná árangri og koma hlutum í verk; framkvæma. "Við trúum því að allt sé framkvæmanlegt og nei er ekki í boði sem svar. Við fylgjum eigin sannfæringu og gerum hlutina á okkar hátt."

og gæðum. Þar liggi grunnurinn að árangrinum.

Í ljósi þessa árangurs er athyglisvert að vísa aftur í Daniel Isenberg prófessor sem hefur rannsakað og skrifað um árangur Róberts og segir að hann sjái möguleika og sóknarfæri sem aðrir sjái ekki.

"Framleiðsla samheitalyfja byggist ekki á nýjum uppfinningum heldur framleiðslu á lyfjum þar sem einkaleyfi er útrunnið," segir Daniel. "Í þessu felst vissulega nýsköpun í rekstri en spurning mín er: Af hverju nær Róbert betri árangri í þessari framleiðslu en þeir sem upphaflega framleiddu lyfin?" segir Isenberg og bætir því við að skýringin sé meðal annars að Róbert fái annað fólk til að gera betur en það telji sjálft að það geti - og hann haldi einbeitingu allan tímann við að ná markmiðum sínum.

Fyrirtækjamenning Alvogen

Um fyrirtækjamenningu Alvogen á MBA-fundinum í Háskólabíói sagði Róbert að hún snerist um trúna og viljann til að ná árangri og koma hlutum í verk; framkvæma. "Við trúum því sjálf að allt sé framkvæmanlegt og nei er ekki í boði sem svar. Við fylgjum eigin sannfæringu og gerum hlutina á okkar hátt."

Róbert sagði ennfremur á fundinum að um 90% af hagnaði Alvogen kæmu frá mörkuðum Alvogen þar sem konur væru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. "Það vill þannig til að konur stýra stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi."

Líftæknilyfin eru framtíðin

Það kom skýrt fram í máli Róberts á fundinum að líftæknilyfin eru framtíðin í sölu lyfja í heiminum. Draumurinn með Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen í Vatnsmýrinni, er að byggja upp eitt besta félagið í

Róbert segir að Alvogen hafi markaðssett stór lyf í Bandaríkjunum og í Evrópu á undan keppinautum og gert betur en aðrir í þjónustu, afhendingu og gæðum. Þar liggi grunnurinn að árangrinum.

líftæknigeiranum þegar kemur að þróun og framleiðslu á samheitalyfjum líftæknilyfja og vera í fararbroddi á því sviði. Fyrirtæki sem gæti þróað lyf, framkvæmt klínískar rannsóknir og annast framleiðslu gæti þannig stýrt stórum hluta virðiskeðjunnar á sínu sviði.

Róbert bætti því við að Alvotech ætti eftir að ráða miklu um vöxt Alvogen á næstu árum og að Alvotech myndi þróa og framleiða samheitalyf líftæknilyfja á meðan Alvogen myndi ásamt öðrum lyfjafyrirtækjum sjá um sölu og markaðssetningu lyfjanna.

Þess má geta að gert er ráð fyrir því í spám alþjóðlega lyfjageirans að sala líftæknilyfja verði um 250 milljarðar Bandaríkjadala

árið 2025. Kostnaðurinn við að þróa samheitalyf í flokki líftæknilyfja er margfaldur á við það að framleiða hefðbundið samheitalyf. En líftæknilyf eru miklu skilvirkari við sjúkdómum eins og krabbameini og gigt, svo dæmi sé tekið.

MBA-fundurinn í Háskólabíói var vel heppnaður. Svala Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Viðskiptafræðistofnunar, setti fundinn í Háskólabíói, bauð Róbert og gesti velkomna og ávarpaði fundarmenn. Eftir fyrirlestur Róberts svaraði hann spurningum fundarmanna en þeim umræðum stýrðu þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Jakob Már Ásmundsson en þau eru stjórnarmenn í Viðskiptafræðistofnun Háskólans sem starfrækir MBA-námið.

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is