Aðalfundur MBA-HÍ félagsins | MBA-nám í Háskóla Íslands

Aðalfundur MBA-HÍ félagsins

Aðalfundur MBA-HÍ félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17. maí 2018 kl. 17:00 hjá Olís í turninum Höfðatorgi, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Innlegg gestgjafa; Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís
  • Tilkynningar um framboð til stjórnar og formanns

Hér er einstakt tækifæri til að hittast, bjóða sig fram til stjórnarstarfa og formennsku og hlýða á forstjóra Olís fara yfir áhugaverð mál sem eru í deiglunni um þessar mundir. MBA-félagar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í umræðum á fundinum.

Vakin er sérstök athygli á því að allir með MBA-gráðu geta sótt um aðild að félaginu og tekið þátt í því áhugaverða starfi sem því fylgir.

Léttar veitingar í boði, áhugaverðar umræður og tengslamyndun.

Skráning á fundinn sendist á mba.felagid@gmail.com

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is