MBA-nemendur í námsferð til Akureyrar | MBA-nám í Háskóla Íslands

MBA-nemendur í námsferð til Akureyrar

MBA-nemendur (MBA2019) skelltu sér um síðustu helgi til Akureyrar og fór MBA-kennslan fram í Háskólanum á Akureyri, bæði föstudag og laugardag. Fimm nemendur úr MBA-hópnum búa á Norðurlandi og tóku þau vel á móti hópnum á sínum heimaslóðum.

Eftir kennslu í Fjármálum fyrirtækja hjá Erlendi Davíðssyni var förinni heitið í Grænegg sem er m.a. í eigu Halldóru og Heiðu Hauksdætra sem eru báðar í MBA-hópnum en fyrirtækið er það eina á landinu sem er með lausagönguhænur. Í framhaldinu var förinni heitið í Kaffikú, sem er kaffihús staðsett í fjósi í Eyjafirði og er í eigu Sesselju Barðdal sem er einnig í MBA-hópnum og eiginmanns hennar. Kýrnar þar á bæ liggja á dýnum og fá nudd og láta mjólka sig þegar þeim hentar.

Skemmtileg ferð í alla staði enda öflugur og samstilltur MBA-hópur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is