Daniel Isenberg prófessor um Róbert Wessman: Keppir til að sigra | MBA-nám í Háskóla Íslands

Daniel Isenberg prófessor um Róbert Wessman: Keppir til að sigra

Daniel Isenberg, kunnur prófessor við Babson College og áður um árabil prófessor við Viðskiptadeild Harvard-háskóla, var í afar fróðlegu viðtali við Frjálsa verslun fyrir rúmu ári í tilefni af forsíðuviðtali blaðsins við Róbert Wessman.

Daniel er einn fremsti frumkvöðlafræðingur Bandaríkjanna og hefur fengið Róbert til sín í kennslu í

Daniel er kunnur prófessor og bókahöfundur. Hann leitar skýringa á því af hverju sumum stjórnendum, eins og Róberti, tekst að gera verðmæti úr því sem aðrir telja ónýtt, ómögulegt og arfavitlaust.

frumkvöðlafræði um árabil.  Hann segir tvennt einkenna Róbert. Hann búi yfir mikilli einbeitingu og hann fái fólk til að hafa trú á sér og gera betur en það hélt sjálft að það gæti gert.

Lítum aðeins á viðtalið sem Gísli Kristjánsson blaðamaður tók í fyrra við Daniel fyrir Frjálsa verslun:

"Ég hef ítrekað fengið Róbert Wessman til að koma í tíma hjá mér, svara spurningum nemenda og ræða við þá um stjórnun og rekstur. Hann hefur náð undraverðum árangri á þessu sviði og er að mínu viti í röð fremstu manna í að byggja upp alþjóðleg fyrirtæki," segir Daniel Isenberg, áður prófessor við Viðskiptadeild Harvard-háskóla, nú prófessor við Babson College, og kunnur höfundur bóka um stjórnun. Frumkvöðlafræði er sérgrein hans.

Róbert Wessman er einmitt tekinn sem dæmi í kunnustu bók Isenbergs. Sú heitir Worthless, Impossible and Stupid - sem gæti útlagst: Ónýtt, ómögulegt og arfavitlaust. Viðfangsefni bókarinnar er að leita skýringa á af hverju sumum stjórnendum tekst að gera verðmæti úr því sem aðrir telja ónýtt, ómögulegt og arfavitlaust. Það er einmitt þar sem Róbert Wessman kemur til sögunnar.

Isenberg telur að Róbert hafi náð einstökum árangri í að byggja upp alþjóðlega starfsemi við framleiðslu samheitalyfja - fyrst hjá Actavis og svo Alvogen - þar sem aðrir sáu enga möguleika.

AF HVERJU BETRI ÁRANGUR?

"Framleiðsla samheitalyfja byggist ekki á nýjum uppfinningum heldur framleiðslu á lyfjum þar sem einkaleyfi er útrunnið. Í þessu felst vissulega nýsköpun í rekstri en spurning mín er: Af hverju nær Róbert betri árangri í þessari framleiðslu en þeir sem upphaflega framleiddu lyfin? Svarið eða öllu heldur svörin snerta kjarna málsins við alla stjórnun fyrirtækja," segir Isenberg.

Þetta veldur því að Róbert Wessman er bæði tíður gestur í kennslu hjá prófessornum og tekinn sem dæmi í frægustu bók hans.

En svörin við spurningunum, herra prófessor?

"Jú, Róbert fær annað fólk til að gera betur en það hélt sjálft að það gæti. Hann fær 1.000 manns til að leggja hart að sér og trúa á árangurinn. Róbert notar sjálfur oft samlíkingar úr íþróttum til að skýra mál sitt. Þjálfarar íþróttaliða hafa ekki fundið upp íþróttina en sumir þeirra ná betur til fólks en aðrir og fá það til að vinna saman. Ég veit í sjálfu sér ekki hvað gerist en held að þetta byggist á reynslu og þjálfun í að setja sig í annarra spor," segir Isenberg og heldur áfram:

"Hitt svarið er einbeiting. Róbert hefur skýr markmið og þekkingu til að ná þeim. Heimurinn er óendanlega flókinn og því þarf stjórnandinn að einfalda myndina; draga fram það sem skiptir máli og fá fólk til að einbeita sér að afmörkuðum þáttum. Þetta getum við kallað fókus. Þarna ráða þekking á viðfangsefninu og reynsla við stjórnun úrslitum."

Isenberg segist sjá báða þessa kosti í störfum Róberts fyrir Actavis og nú Alvogen.

EINBEITING OG ÁSTRÍÐA

"Nemandi minn benti mér á Róbert og spurði hvort ég gæti ekki notað hann sem dæmi. Ég hafði í fyrstu enga trú á þessu en lét tilleiðast og ræddi við manninn. Við fyrstu kynni virkaði hann ósköp venjulegur. Ég fullyrði

Róbert fær annað fólk til að gera betur en það hélt sjálft að það gæti. Hann fær 1.000 manns til að leggja hart að sér og trúa á árangurinn. Róbert notar sjálfur oft samlíkingar úr íþróttum til að skýra mál sitt.

að hann sker sig að engu leyti úr 90% af nemendum mínum. Hann er hvorki fæddur ríkur né af frægu fólki. Enginn hefur mulið undir hann. Eftir hálftíma samtal skynjaði ég að hann var alveg sérstakur: Það var þessi einbeiting og ástríða, sem vakti athygli mína. Hann keppir til að sigra," segir Isenberg.

Nú eru liðin fjögur ár frá því bókin um hið "ómögulega og arfavitlausa" kom út og Róbert hefur mætt tvisvar á

ári í kennslustundir. Isenberg segist vita að margir nemenda hans hafi lært mikið á að spyrja Rótert út úr. Og prófessorinn leggur áherslu á að allt í þessum fræðum megi læra:

"Ég hef ekki sérstaka trú á meðfæddum hæfileikum. Hæfileikinn til að læra er okkur mönnunum gefinn í ríkum mæli en færni er á fæstum sviðum meðfædd. Við lærum. Það hefði jafnvel verið hægt að kenna mér að dansa ballett þótt fáir trúi því nú. Með ástundun, alúð og einbeitingu getum við náð tökum á flestum greinum, þar á meðal stjórnum. Árangur stjórnenda ræðst af því sem þeir hafa lært, hvort sem er í skóla eða af eigin reynslu," segir Isenberg.

"Ég hef á ferli mínum hitt marga stjórnendur í fremstu röð. Að mínu viti er Róbert meðal fjögurra eða fimm fremstu. Jafnvel Bill Gates og Elon Musk hjá Tesla gætu lært mikið af honum," segir Daniel Isenberg.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is