Kaffi kú valið í Startup tourism 2018 | MBA-nám í Háskóla Íslands

Kaffi kú valið í Startup tourism 2018

Sesselja Barðdal, sem rekur Kaffi kú í Eyjafirði og er MBA-nemandi við Háskóla Íslands, getur fagnað glæstum árangri með fyrirtæki þeirra hjóna. Viðskiptahugmynd Kaffi kú var ein af tíu hugmyndum sem komust nýlega inn í viðskiptahraðalinn Startup tourism 2018. Alls sóttu 113

Hugmyndin er að bæta við mjólkurböðum, heilsulind  og hóteli.

fyrirtæki um að komast inn í hraðalinn. Sesselja mun meðal annars nýta sér MBA-námið við að þróa og útfæra hugmyndina frekar og fjalla um hana í lokaverkefni sínu.

Hugmyndin er að bæta við mjólkurböðum, heilsulind og hóteli svo úr verði þróað og sjálfbært feraþjónustufyrirtæki.  "Þetta mun haldast mjög vel í hendur við núverandi rekstur og vinna vel saman; t.d. munum við nýta hráefnið enn betur sem og nautakjötið og umframmjólkina okkar," segir Sesselja.

Kaffi kú er öðruvísi kaffihús sem er aðeins 10 km akstri frá Akureyri. "Við bjóðum upp á gott kaffi og mat beint frá býli," segir Sesselja. "Það sem gerir Kaffi kú öðruvísi er staðurinn hér í þessari fallegu sveit og útsýnið á kaffihúsinu; hægt er að fylgjast með 300 kúm og kálfum í afslöppuðu umhverfi. Kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.

Við bjóðum uppá ferð í fjós þar sem hægt er að smakka ferska mjólk beint frá kúnni, gestirnir komast nálægt dýrunum og fá skemmtilega fræðslu um nútíma landbúnað," segir Sesselja sem er lærður lögfræðingur og þjónn og er í MBA-námi við HÍ.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is