MBA-kynningarfundur 10. apríl | MBA-nám í Háskóla Íslands

MBA-kynningarfundur 10. apríl

Þriðjudaginn 10. apríl verður haldinn kynningarfundur á MBA-námi við Háskóla Íslands kl. 12:10 - 12:50. Boðið verður upp á hádegisveitingar á meðan á kynningu stendur. Fundurinn verður haldinn í Ingjaldsstofu 101 á Háskólatorgi.

Magnús Pálsson forstöðumaður og Ester Gústavsdóttir verkefnastjóri MBA-námsins kynna námið og fyrirkomulag þess og mun Birkir Björnsson, MBA2019 og Director of Platforms and operations - global IT hjá Össuri og Þórunn Inga Ingjaldsdóttir MBA2017 og framkvæmdastjóri íþróttasvið Altis segja frá reynslu sinni af náminu.

MBA-námið við Háskóla Íslands er hagnýtt meistaranám fyrir stjórnendur og sérfræðinga hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun og rekstri.

Skráðu þig á fundinn hér fyrir neðan:
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is