Langstærsta ráðstefna um viðskiptafræði á Íslandi | MBA-nám í Háskóla Íslands

Langstærsta ráðstefna um viðskiptafræði á Íslandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, ráðstefnustjóri EURAM á Íslandi, stendur í ströngu þessa dagana. Hann undirbýr núna langstærstu viðskiptafræðiráðstefnu sem nokkru sinni hefur verið haldin til þessa hérlendis. Yfir 1.500 fræðimenn úr háskólum víða að úr heiminum streyma til landsins um miðjan júní þegar ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands. Það er viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sem stendur að ráðstefnunni og er þetta afar metnaðarfullt framtak deildarinnar.

Gera má ráð fyrir að á milli 40 til 50 fyrirlestrar verði haldnir á dag í hinum ýmsu byggingum skólans meðan á ráðstefnunni stendur. Þótt EURAM séu evrópsk samtök um 50 viðskiptaháskóla koma gestir og fyrirlesarar víða að úr heiminum. Þetta er metþáttaka og sýnir hvað Ísland er orðið vinsælt ráðstefnuland. Ráðstefnan er kjörin fyrir íslenska stjórnendur og alla áhugamenn um viðskipti - jafnt sem fræðimenn. Fróðlegt myndbandsviðtal er við Eyþór á Facebook-síðu MBA-námsins í HÍ.
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is