Ræðum nýsköpun í orkumálum í stofu 007 í húsi Vigdísar | MBA-nám í Háskóla Íslands

Ræðum nýsköpun í orkumálum í stofu 007 í húsi Vigdísar

Nýsköpun og virkjun hugvits er ein af miklivægari stoðum í öllum atvinnugreinum nú til dags. Hvernig ætlum við að koma til móts við nýja framtíð Íslands í orkumálum?

MBA-námið við Háskóla Íslands í samstarfi við ráðstefnuna CHARGE - Energy Branding Conference, stendur fyrir opnum fundi í húsi Vigdísar, Veröld, um málefni sem tengjast þróun á þessu sviði og munu valinkunnir aðilar, og þar á meðal brautskráðir MBA-félagar ræða núverandi verkefni og framtíðarsýn í málaflokknum.

CHARGE ráðstefnan var haldin hér á landi í fyrsta sinn á síðasta ári þar sem saman komu hagsmunaaðilar úr raforkugeiranum og fjölluðu um aðkomu ólíkra aðila að raforkumarkaðnum beint og óbeint. Ráðstefnan fékk frábærar undirtektir en hún var haldin að frumkvæði Friðriks Larsen, eins stjórnarmanna í stjórn MBA-námsins, en hann hefur rannsakað á hvern hátt megi beita aðferðum og hugmyndafræði vörumerkjastjórnunar á raforkumarkaði. Ráðstefnan nú er haldin í annað sinn 9.-10. október 2017.

Staður: Hús Vigdísar, Veröld, stofa 007

Dagsetning: Mánudaginn 9. október 2017

Tími: 16:00-17:00

Ókeypis aðgangur

Skráðu þig hér

 

Dagskrá:

Friðrik Larsen

Stjórnarformaður CHARGE og lektor í HÍ

Ásgeir Margeirsson

Forstjóri HS Orku

Jón Ólafur Halldórsson

Forstjóri Olís, MBA 2012

Tinna Jóhannsdóttir

Markaðsstjóri Brimborgar, MBA 2017

Pálmar Óli Magnússon

Forstjóri Samskipa, MBA 2004

 

Mikilvægt að skrá sig á viðburðinn til að tryggja sér sæti.

Skráðu þig hér

Hlökkum til að sjá þig!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is