Frábær stemning á golfmóti MBA félagsins | MBA-nám í Háskóla Íslands

Frábær stemning á golfmóti MBA félagsins

Golfmót MBA félagsins, félags útskrifaðra MBA frá Háskóla Íslands, fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal síðastliðið fimmtudagskvöld. Þátttaka var góð og frábær stemming. Spilað var 4 manna Texas Scramble. Sú nýjung var tekin upp að keyrt var um með veitingar á meðan á leik stóð og vakti það mikla lukku.
Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin, nándarverðlaun og þá var fjöldi skorkortaverðlauna.

Vinningshafar:
1. sæti: Daníel Gunnarsson, Emil Austmann, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur Arnar Þórðarson
2. sæti: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Ágústa Hlín Dereksdóttir, Hörður Hauksson, Daníel Ásgeirsson
3. sæti: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Soffía Friðbjörnsdóttir, Birgir Örn Friðjónsson, Jón Trausti Sæmundsson
Nándarverðlaun: Ágústa Dúa Jónsdóttir og Daníel Gunnarsson

Styrktaraðilar voru; A4, Byko, Globus, Kilroy, Landsbankinn, Lemon, Matarkjallarinn O.Johnson og Kaaber, Promennt og Samkaup.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is