MBA-námið fer vel af stað | MBA-nám í Háskóla Íslands

MBA-námið fer vel af stað

MBA-námið hófst 10. ágúst, 2017 þegar við tókum á móti nýjum hópi nemenda. Tilheyrandi eftirvænting svífur yfir og fólk úr ólíkum áttum að hefja 2 ára vegferð. Fyrra árs nemendur hefja leikinn með námskeiðum um forystuhlutverkið, reikningshald með tilheyrandi greiningu á mikilvægum hæfileikum leiðtoga og grannskoðun ársreikninga. Það getur verið langur aðdragandi hjá mörgum að hefja MBA-nám, en síðan tekur við nýr lífsstíll þegar flautað hefur verið til leiks og allt komið í gang. Skólabjallan er tekin í sátt að nýju og rykið burstað af öllum skipulagstrixum sem völ er á. Þótt tíminn líði ekki hraðar en venjulega þá virðist eins og hann geti gert það og áður en varir eru komin jól! Gott ráð við þessar aðstæður gæti verið; Í upphafi skal endinn skoða.
Seinna árs MBA nemar, reynslunni ríkari, eru einnig mættir til leiks eftir sumarfríið. Hálfleikur í náminu, átta námskeið að baki, markmiðin slípuð, og nýr „taktur“ hefur mótast. Í fyrstu lotunni eru námskeiðin; alþjóðaviðskipti og rekstrarstjórnun. Enn eru ný tengsl ræktuð og nýir vinnuhópar koma saman. Það styttist í námsferð hópsins til Washington og valnámskeið og lokaverkefni eru síðan stutt undan. Útgangspunkturinn hér gæti verið; Flæktu ekki líf þitt að óþörfu fyrir endasprettinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is