Til hamingju með áfangann kæri MBA-hópur 2017! | MBA-nám í Háskóla Íslands

Til hamingju með áfangann kæri MBA-hópur 2017!

Gleðin var í hávegum höfð á lokakvöldi MBA-námsins sem haldið var á Björtuloftum í Hörpu föstudagskvöldið 16. júní þegar MBA-hópur 2017 var kvaddur með pompi og prakt. Logi Bergmann var veislustjóri kvöldsins og sáu nemendur um að setja saman glæsilega dagskrá. Enn á ný kom berlega í ljós hve tengslamyndun er afgerandi þáttur í MBA-náminu og þótt lokakvöldið sé uppskeruhátíð þá er það líka upphaf af nýjum kafla sem byggir á nýjum tengslum og traustri vináttu.

MBA-námið veitti viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn í MBA-náminu og hana hlaut Egill Jóhannsson og er þetta hæsta meðaleinkunn sem hefur verið gefin í MBA-náminu. Egill Jóhannsson hlaut einnig viðurkenningu fyrir að vera sá nemandi sem hópurinn lærði mest af. Auður Þorgeirsdóttir, Benný Ósk Harðardóttir og Erla Björg Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að vera þeir nemendur sem best var að vinna með. MBA-félag útskrifaðra veitti verðlaun til þess nemanda sem þótti skrifa besta lokaverkefnið og hlaut Böðvar Gunnarsson þau verðlaun með verkefninu sínu; Griðarstaður í íslenskri sveit: heima að heiman. Auk þess að veita nemendum viðurkenningar, hljóta kennarar einnig viðurkenningar en í ár var það Elmar Hallgríms Hallgrímsson sem hlaut viðurkenningu sem besti kennarinn. 

Að lokum viljum við, kennarar og starfsfólk MBA-námsins, óska hópi MBA-2017 til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar um ókomna framtíð.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is