MBA nemendur í námsferð til Washington DC | MBA-nám í Háskóla Íslands

MBA nemendur í námsferð til Washington DC

Nýverið fóru MBA nemendur í Háskóla Íslands á öðru ári í námsferð til Washington DC. Ferðin er liður í að styrkja tengsl nemenda við alþjóðlegt viðskiptaumhverfi og var skipulögð í samstarfi við Georgetown University í Washington DC og hluti af námskeiðinu Alþjóðasamskipti, sem kennt er á þriðja misseri í MBA náminu.

Mikil eftirvænting var í nemendahópnum þegar Michael Czinkota prófessor við Viðskiptafræðideild Georgetown University hóf leikinn. Hann er einn af höfundum bókarinnar International business sem er kennslubók námskeiðsins. Umræður í tímanum voru áhugaverðar, og voru nýafstaðnar forsetakosningar að sjálfsögðu ræddar.

Eftir hádegi var nemendum boðið í Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Emil Breki Hreggviðsson, starfsmaður Alþjóðabankans (Director at Ministry for Foreign affairs), tók á móti hópnum. Meginmarkmið Alþjóðabankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Í framhaldinu tók einn af þeim sérfræðingum sem voru að vinna í málefnum Íslands eftir efnahagshrunið og fjallaði um sjóðinn. Hér voru á ferðinni frábærar kynningar og góð upphitun fyrir heimsókn til sendiherrahjónanna Geirs H. Haarde og Ingu Jónu Þórðardóttur. Þau buðu nemendum í sendiherrabústaðinn í Kalorama Heigts, en á næstunni mun enginn annar en Barack Obama og fjölskylda flytja í hverfið. Frábærar móttökur sendiherrahjónanna, og skemmtilegt spjall markaði góðan endi á deginum.

Næsta dag var komið að Jozef Szamosfalvi að sjá um kennsluna. Hann er Managing Director hjá ExWorks Capitol, en yfirskriftin þennan morguninn var “Developments in International Financial Management & Risk Mitigation”. Jozsef hefur verið viðriðinn málefni um jarðvarma og er sjóðsstjóri Geothermal Development Fund (GDF Latin America). Eftir fyrirlestur dagsins var farið í heimsókn í fyrirtækið Gensler sem sérhæfir sig í arkitektúr, en þar starfar íslenskur arkitekt Kristín Alda Guðmundsdóttir. Hún tók á móti hópnum ásamt Jeff Barber framkvæmdarstjóra fyrirtækisins í Washington DC en fyrirtækið er með skrifstofur í 46 borgum í 16 löndum.

Charles Skuba var síðan með fyrirlestur um alþjóðamarkaðssetningu næsta dag. Skuba er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfar nú sem prófessor við viðskiptafræðideild Georgetown University. Kennslan fór fram í Hariri building eins og áður. En þar fer kennsla fram í viðskiptafræðum í McDonough School of Business. Það var áhugavert fyrir nemendur að sjá aðstöðu MBA nemenda í Georgetown. Eftir hádegi var heimsókn í Capitol Hill, þing Bandaríkjamanna. Nemendum var boðið að setjast niður á þingpöllum og fylgjast með störfum þingsins.

Lokadagurinn rann upp og var komið að Thomas Cook að sá um kennslu þennan dag. Hann er með víðtæka reynslu sem lögmaður og hefur verið prófessor við skólann síðustu ár.

Námsferðin gekk vel í alla staði, nemendur stóðu sig frábærlega og allsstaðar var tekið mjög vel á móti hópnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is