Haustfagnaður MBA - námsins | MBA-nám í Háskóla Íslands

Haustfagnaður MBA - námsins

Það var mikil gleði á haustfagnaði MBA-námsins sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík. Nemendur á fyrra ári ásamt gestum skemmtu sér vel fram eftir kvöldi ásamt starfsfólki námsins og kennurum.

Það voru nemendur sem sáu um skemmtiatriðin og undirbjuggu kvöldið afar fagmannlega þrátt fyrir að hafa verið í skólanum sömu helgi. Fagmennska í hæsta flokki, Jazz tríó Tómas R. Einarssonar spilaði undir meðan gestirnir gæddu sér á gómsætri þriggja rétta máltíð og hláturtaugarnar kitlaðar með uppistandara frá Ástralíu sem sló svo sannarlega í gegn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is