Dagatal MBA-námsins | MBA-nám í Háskóla Íslands

Dagatal MBA-námsins

Að öllu jöfnu fer kennsla fram aðra hverja helgi, föstudag og laugardag kl. 9:00-17:00 og fer kennsla fram í Ingjaldsstofu á Háskólatorgi (HT101). Gert er ráð fyrir tveimur kaffihléum (kl. 10:00 og 15:00) og hádegishléi. Skipulag námsins miðar að því að nemendur geti unnið fulla vinnu með náminu.

Kennsluhættir og námsmat

MBA bók

Kennsluhættir í MBA náminu miða að því að hafa þátttöku nemenda sem mesta. Þannig er vægi hefðbundinna fyrirlestra minna en almennt gerist í háskólanámi. Unnið er með raundæmi eins og kostur er. Áhersla er á verkefnavinnu nemenda og lokapróf vega innan við helming af lokaeinkunn. Þátttaka nemenda í tímum hefur jafnframt áhrif á námsmat. Námsmat í flestum námskeiðum byggir á nokkrum þáttum, m.a. prófum, verkefnum og þátttöku. Nemandi þarf þó ávallt að standast lokapróf (ef það á við) með lágmarkseinkunn 5,0 til að aðrir þættir í námsmati séu teknir inn í námsmat í viðkomandi námskeiði. 

25-35 klst. vinnuframlag

Nemendur þurfa að gera ráð fyrir um 20-35 klst. vinnuframlagi í námið á viku, hluta þess tíma má samnýta með vinnu - þ.e. vinnustaðatengdri verkefnavinnu.  Búast má við miklu álagi á nemendur fyrst í stað meðan þeir eru að aðlagast skólastarfinu og ná tökum á nýjum aðstæðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is