Leiðarljós MBA námsins er að bjóða framúrskarandi, hagnýtt og krefjandi nám þar sem nemendur takast á við hagnýt vandamál á gagnrýninn og agaðan hátt.
MBA námið er sérstaklega miðað við íslenskt atvinnulíf og er lögð áhersla á raundæmi. Þó ber námið alþjóðlegan blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi.
Persónuleg hæfni og stjórnendaþjálfun
- Byggja upp tengsl við fólk úr ólíkum áttum
- Bregðast við gagnrýni og krefjandi úrlausnum í samskiptum
- Finna lausnir sem í fljótu bragði virðast ekki í sjónmáli og taka ákvarðanir
- Klára málin þótt lítill tími sé til stefnu
Áhersla á íslenskt atvinnulíf
- Farið er í fyrirtækjaheimsóknir og gestir úr atvinnulífinu miðla af reynslu sinni
- Raundæmi í tengslum við íslensk fyrirtæki undir handleiðslu reyndra kennara
- Sameiginleg reynsla og þekking nemendahópsins er ómetanleg
Tenging við alþjóðasamfélagið
- Námsferð til IESE á Spáni og Yale í Bandríkjunum (kostnaður vegna ferðar er innifalinn í námsgjöldum)
- Kennararnir í náminu hafa hlotið menntun víða um heim og margir hverjir hafa starfað á alþjóðavettvangi.