Alþjóðleg tengsl | MBA-nám í Háskóla Íslands

Alþjóðleg tengsl

Alþjóðlegur markaður hefur freistað margra. Það er eitt að vita af hugsanlegum markaði en annað að ná til hans. Góður undirbúningur er aldrei of oft undirstrikaður þegar halda skal á alþjóðamarkað og líklega hefur krafan um skilvirka markaðshlutun aldrei verið mikilvægari.  Það er í mörg horn að líta þegar ólíkar menningargáttir eru annars vegar, viðhorf, tækni, leikreglur og smekkur svo fáeinir þættir séu nefndir.  Skörp sýn á ólíkar aðstæður leggur síðan grunninn að þeirri útfærslu sem valin er á framandi mörkuðum, t.d. hvort framleiðsla eigi sér stað í heimalandinu eða annars staðar eða hvort byggðar séu upp sjálfstæðar dreifileiðir eða söluskrifstofur. 

 

Námskeið tengd alþjóðaumhverfinu

MBA-námið hefur farið í gegn um alþjóðlegt vottunarferli þar sem mikil áhersla er lögð á alþjóðleg viðskipti.  Í MBA-náminu eru kennd tvö námskeið sem tengjast alþjóðaviðskiptum.  Kastljósið er „víðara“ í því fyrra þar sem stefnumótun alþjóðaviðskipta, fjármál í alþjóðlegu samhengi og innkoma á erlenda markaði er m.a. í brennidepli.  Í hinu námskeiðinu; alþjóðasamskiptum er m.a. fjallað um menningargreind, alþjóðleg teymi og stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja.

 

Kennsla í Georgetown University Washington DC

Nemendur fara í námsferð erlendis á þriðja misserinu til Georgetown University í Washington sem er einn virtasti skóli í heimi og er ferðin skipulögð í samstarfi við stjórnendur skólans.  Í ferðinni sækja nemendur fyrirlestra hjá virtum kennurum Georgetown Universtiy, fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi og heimsækja fyrirtæki eða alþjóðastofnanir.  Ferðir af þessu tagi hafa verið afar vel heppnaðar en þar gefst nemendum tækifæri á að ræða alþjóðamál við bandaríska stjórnendur og setja umfjöllunarefni einstakra námskeiða í alþjóðlegt samhengi.


MBA-hópur í Alþjóðabankanum í Washington

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is