Alþjóðleg sýn | MBA-nám í Háskóla Íslands

Alþjóðleg sýn

Alþjóðavæðing undangenginna áratuga hefur valdið mikið umrót en einnig skapað mýmörg viðskiptatækifæri og fyrirtæki þurfa að standa vörð um og efla alþjóðlega samkeppnishæfni sína. Stjórnendur þurfa að halda vöku sinni og fylgjast með tækifærum á erlendum mörkuðum, átta sig á leikreglum og breytingum sem eru að verða í samkeppnisumhverfinu.  Viðskipti á framandi mörkuðum eru hér í brennidepli svo og samskipti við mismunandi menningarheima. 

Uppbygging námskeiða sem tengjast alþjóðaviðskiptum og alþjóðasamskiptum miðar að því að efla nemendur til virkrar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.  Á það bæði við um starfsemi alþjóðastofnanna og fyrirtækja í alþjóðlegum viðskiptum. Meðal þess sem fjallað er um er alþjóðavæðing íslenska hagkerfisins, hvernig alþjóðleg fyrirtæki haga markaðsstarfi sínu, samskipti ólíkra menningarheima, fyrirkomulag alþjóðaviðskipta, viðskiptafrelsi og viðskiptahömlur. Nemendur láta gjarnan til sín taka í þessum námskeiðum með því að miðla af margháttaðri reynslu sinni í umræðum um verkefni og raundæmi (cases). Ólík stjórnunarreynsla nemenda gefur þessum námskeiðum sérstakan blæ.

Svala Guðmundsdóttir lektor leiðir vinnu við að samræma námskeið sem falla undir alþjóðlega sýn. Svala kennir annað af tveimur námskeiðum í þessum flokki námskeiða; Alþjóðasamskipti. Undanfarin tvö ár hafa MBA-nemendur á seinna ári farið í námsferð til Georgetown University í Washington og hefur Svala verið fararstjóri í þeim ferðum. 

Námskeið sem tilheyra alþjóðlegri sýn í MBA-náminu eru:

  • Alþjóðaviðskipti
  • Alþjóðasamskipti
     
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is