Af hverju MBA | MBA-nám í Háskóla Íslands

Af hverju MBA

MBA námið er góður kostur fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína í viðskiptafræði og auka færni í stjórnun og rekstri. 

Í MBA náminu kynnast nemendur íslensku atvinnulífi á víðtækan hátt. Kennarar námsins hafa sérþekkingu á íslensku atvinnulífi gegnum eigin rannsóknir og ráðgjöf. Með vinnslu raunverkefna skoða nemendur fjölmarga þætti í rekstri ólíkra fyrirtækja á gagnrýninn hátt og koma með tillögur að umbótum. Mikill metnaður er lagður í að fá færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði að einstaka námskeiðum.

Markvisst er stefnt að því að hvert námskeið í MBA náminu sé bæði framúrskarandi og metnaðarfullt. Meðan á náminu stendur mynda nemendurnir sterkt tengslanet við samnemendur og einstaklinga í fyrirtækjum. 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is